Skilmálar

Lestu þessa skilmála vandlega áður en þú skráir þig. Þessir skilmálar gilda um alla notkun þína á vefsíðunni.
  1. Forsvarsaðili, eigandi og höfundur Zolon er IO ehf. (kennitala 620806-0640).
  2. IO ehf. tekur ekki ábyrgð á því efni sem notendur Zolon setja inn heldur bera notendur einir ábyrgð á öllu því efni sem þeir setja inn.
  3. Notendum Zolon er ekki leyfilegt undir nokkrum kringumstæðum að setja inn efni í kerfið sem brýtur í bága við lög, höfundarrétt eða skilmála þessa.
  4. IO ehf. lætur ekki þriðja aðila í té persónulegar upplýsingar um notanda undir neinum kringumstæðum, nema ef um brot á höfundarrétti eða lögum er að ræða.
  5. Brot á reglum um höfundarrétt eða óheimila myndbirtingu getur varðað við lög og ef slík tilfelli koma upp áskilur IO ehf. sér þann rétt að láta yfirvöldum í té allar upplýsingar um notandann.
  6. Brot á þessum skilmálum getur valdið lokun á aðgangi án nokkurs fyrirvara.
  7. IO ehf. áskilur sér rétt til þess að uppfæra þessa skilmála fyrirvaralaust.
  8. Með því að staðfesta þessa skilmála samþykkir notandinn að hann einn ber ábyrgð á því efni sem hann setur inn og birtir.